549 selir taldir í Selatalningunni miklu

Sjálfboðaliðar Selatalningarinnar í ár. Mynd: Selasetur Íslands
Sjálfboðaliðar Selatalningarinnar í ár. Mynd: Selasetur Íslands
Selatalningin mikla fór fram sl. sunnudag en hún er haldin árlega á vegum Selaseturs Íslands sem staðsett er á Hvammstanga. 
 
40 sjálfboðaliðar þátt í talningunni í ár og taldir voru 110 km af strandlínunni við Vatnsnes og Heggstaðanes. Tveir stórir hópar af sjálfboðaliðum gengu fjörur ásamt nokkrum heimamönnum, landeigendum og starsfólki tengdu Selasetrinu.
 
Niðurstaðan var 549 selir sem er minna en í fyrra þegar 595 selir voru taldir.
 
"Það er ekki hægt að draga neinar stórar ályktanir af þessari fækkun milli ára og má benda á að 2012 og 2015 voru á bilinu 400-450 selir taldir. Vissulega hefðu það verið jákvæðar fréttir ef þessi tala hefði verið hærri. Við bindum því vonir við að hún verði hærri að ári í ljósi þess að staða selastofna landsins er viðkvæm," segir á Facebook-síðu Selaseturisins. 
 
 
/SMH
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir