Yfir tuttugu verkefni hlutu styrk úr Menningarsjóði KS
Þann 29. maí sl. kom saman stjórn Menningarsjóðs KS þar sem megin markmiðið var að úthluta úr sjóðnum. Þau verkefni sem voru valin voru flest skagfirsk en húnvetnsk voru þar einnig á meðal. Má segja að þetta sé eins konar viðurkenning fyrir það að gera lífið skemmtilegra og litríkara. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og var 21 verkefni úthlutað styrk í þetta skiptið. Í stjórn sjóðsins sitja Bjarni Maronsson, formaður, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrki úr sjóðnum og er röðin tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:
• Ásta Ólöf Jónsdóttir /hjól f. fatlaða.
• Kakalaskáli
• Guðrún Ingólfsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson /málþing
• Blönduóskirkja /orgelssjóður
• Fluga hf. og búgreinafélögin í Skagafirði
• Skátafélagið Eilífsbúar
• Starrastaðir ehf.
• Sálarrannsóknarfélag Skagafjarðar
• Byggðasafn Skagfirðinga / Fornverkaskólinn
• Bæjarhátíð Hofsós heim
• Sólon Myndlistarfélag
• Pilsaþytur í Skagafirði
• Kolbrún Finnsdóttir
• Skotta Film
• Leikfélag Sauðárkróks
• Guðbrandsstofnun
• Samgöngusafnið í Stóragerði
• Hollvinasamtökin Leikum á Króknum
• UÍ Smári
• Dagdvöl aldraðra og Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki
• Kirkjugarður Sauðárkróks
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.