Ungt Framsóknarfólk vill hækka fæðingarstyrk til námsmanna
Um helgina var 47. sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) haldið í Kópavogi. Margt var um manninn og mikið um að vera samkvæmt tilkynningu sambandsins en slíkir viðburðir eru vettvangur ungs fólk til að koma saman, taka þátt í og kynnast stjórnmálaumræðu, koma sínum sjónarmiðum á framfæri og kalla eftir breytingum.
Í heildina voru 14 ályktanir samþykktar m.a. um hækkun fæðingarstyrks til námsmanna, aukið fjármagn til forvarna gegn sjálfsvígum, lækkun fasteignaskatta og að 1. desember verið gerður að opinberum frídegi, svo einhverjar séu nefndar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður
Framsóknarflokksins leit við hjá
ungum Framsóknarmönnum.
„Góðir gestir kíktu við á þinginu, meðal annars formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi, ritari flokksins Ásmundur Einar og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Einnig var á dagskrá oddvitapallborð þar sem oddvitar Framsóknar í suðvesturkjördæmi, þau Brynja Dan Gunnarsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Valdimar Víðisson og Orri Hlöðversson, sátu fyrir svörum þinggesta. Þingforseti var Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig og Hafdís Hrönn, þingmenn Framsóknar kíktu einnig við,“ segir í tilkynningu sambandsins.
Unnur Þöll Benediktsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins eftir að hafa gegnt embættinu í eitt ár en hún er varaborgarfulltrúi Framsóknar og var kosningastjóri B listans í Reykjavík í síðustu sveitastjórnakosningum þar sem unnust stórir sigrar. Að auki félagsstarfa er Unnur Þöll meistaranemi í öldrunarfræði og með Bs.c. gráðu í sálfræði.
Ný stjórn
Unnur Þöll Benediktsdótti
endurkjörinn formaður SUF.
Þá var ný stjórn og varastjórn kosin á þinginu sem samanstanda af 24 ungum einstaklingum alls staðar að af landinu en ung Framsókn leggur mikið upp úr því að mismuna ekki eftir búsetu þegar kemur að þátttöku í stjórnmálastarfi eða takmarka þátttöku ungmenna í stjórnmálastarfi út frá búsetu.
Nýja stjórn skipa:
Diana Íva Gunnarsdóttir (S)
Hrafn Splidt Þorvaldsson (S)
Bjarney Anna Þórsdóttir (NA)
Gunnar Ásgrímsson (NV)
Mikael Jens Halldórsson (NV)
Sæþór Már Hinriksson (NV)
Hafdís Lára Halldórsdóttir (NV)
Inga Berta Bergsdóttir (NV)
Berglind Sunna Bragadóttir (RVK)
Davíð Freyr Peters (SV)
Urður Björg Gísladóttir (SV)
Heiðdís Geirsdóttir (SV)
Nýja varastjórn skipa:
Ágúst Guðjónsson (RVK)
Eggert Thorberg (RVK)
Einar Gauti Jóhannsson (SV )
Hlynur Smári (SV)
Jóhann Frímann Arinbjarnarson (NA)
Alexander Olsen (SV)
Davíð Fannar Sigurðsson (SV)
Kristín Kjartansdóttir (NA)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (NV)
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir (S)
Kristín Hermannsdóttir (SV)
Þórdís Eva Rúnarsdóttir (NV)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.