Tíu sóttu um starf Byggðastofnunar en fjórir drógu umsóknir sínar til baka

Byggðastofnun á Sauðárkróki. Mynd: PF.
Byggðastofnun á Sauðárkróki. Mynd: PF.

Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðu forstjóra Byggðastofnunar en fjórir hafa dregið umsókn sína til baka eftir að umsóknarfrestur rann út þann 25. júlí sl. Auglýst var eftir framsýnum leiðtoga til að takast á við áskoranir á sviði byggðaþróunar. Einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þróun og framtíð byggðamála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.

Sigrún Þorleifsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri innanríkisráðuneytisins segir að viðtöl við umsækjendur hafi hafist í síðustu viku og reiknar með að niðurstaða liggi fyrir um næstu mánaðarmót hver hreppir stöðuna.

Ráðherra innviðaráðuneytis skipar forstjóra Byggðastofnunar til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar Byggðastofnunar. Byggðastofnun er staðsett á Sauðárkróki og þar starfa 25 starfsmenn í fjölbreyttum störfum.

Eftirfarandi einstaklingar sóttu um:

Arnar Már Elíasson Forstjóri
Birgir Runólfsson Viðskiptafræðingur
Guðjón Þór Erlendsson Arkitekt
Hrund Pétursdóttir Sérfræðingur
Magnús Barðdal Reynisson Verkefnastjóri
Sigurður Erlingsson Viðskiptafræðingur MBA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir