Sigurvin sótti aflvana bát í mynni Siglufjarðar

Sigurvin með bát í togi sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna. Aðsend mynd.
Sigurvin með bát í togi sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna. Aðsend mynd.

Í morgun, kl 11 var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar smábát sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna og var því vélarvana. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að Sigurvin hafi lagt úr höfn á Siglufirði kl 11:17, með fjögurra manna áhöfn, og hélt áleiðs að bátnum sem staddur var í mynni Siglufjarðar.

 „Siglingin að bátnum var stutt og klukkan 11:24 var Sigurvin kominn að bátnum og nokkrum mínútum síðar var búið að koma taug á milli og báturinn tekinn í tog. Ekkert amaði að áhöfn og gekk vel að koma taug á milli. Sigurvin sigldi svo til hafnar á Siglufirði með bátinn í togi og var kominn til hafnar um einum og hálfum tíma eftir að útkall barst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir