Saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt

Jóna Halldóra.
Jóna Halldóra.

Jóna Halldóra Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal en býr á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur langömmubörn.

Jóna var að hætta störfum sem matráður við mötuneyti Grunnskóla Húnaþingis vestra eftir rúm 20 ár.

Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? Fyrstu hannyrðir sem ég man eftir var mynd sem ég saumaði um 10 eða 11 ára aldur.

Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? Útsaumur og að prjóna.

Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Núna er ég með lopapeysu á prjónunum sem var pöntuð hjá mér.

Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? Það sem mér finnst vænst um að hafa gert er þegar ég saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt handa börnum og tengdabörnum mínum og gaf þeim í jólagjöf.

Áður birst í tbl. 34 Feykis 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir