Rebekka Ósk frá Varmahlíðarskóla þótti lesa best
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning, Lokað efni
26.03.2025
kl. 15.33

Rebekka Ósk stóð uppi sem sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni í Skagafirði. Hún er dóttir Guðrúnar og Smára frá Krithóli. MYND: GUÐRÚN
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í bóknámshúsi FNV í gærkvöldi en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. Í frétt á vef Grunnskólans austan Vatna segir að þrettán keppendur frá grunnskólunum þremur; Árskóla, GaV og Varmahlíðarskóla, hafi komið saman og lesið bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. „Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma,“ segir í fréttinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.