Piparkökuhúsakeppni í Varmahlíðarskóla

Verðlaunahafar piparkökukeppnis Varmahlíðarskóla. Mynd af heimasíðu skólans.
Verðlaunahafar piparkökukeppnis Varmahlíðarskóla. Mynd af heimasíðu skólans.

Í gær voru úrslit í piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla kynnt og segir á heimasíðu skólans að nú hafi nemendur haft val um tvö þemu: ævintýrahús eða útihús.

Piparkökumeistarar þetta árið eru þær Heiðrún Erla Stefánsdóttir, Iðunn Holst og Jóhanna Guðrún Pálsdóttir. Í öðru sæti urðu Hallgerður Harpa Vetrarrós Þrastardóttir og Svandís Katla Marinósdóttir. Í þriðja sæti voru Arndís Katla Óskarsdóttir, Bríet Bergdís Stefánsdóttir og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir.

Fleiri myndi hægt að sjá hér!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir