Neyðarkallinn í ár er fyrstu-hjálpar kona

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og unglingadeildin Trölli halda af stað arkandi um Krókinn seinnipartinn á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember. Ástæðan er hin árlega neyðarkallssala þar sem lyklakippur af mismunandi gerðum eru seldar. Að sögn Hafdísar Einarsdóttur, formanns sveitarinnar, verður það fyrstu-hjálpar kona sem birtist upp úr umslaginu.

„Skagfirðingasveit og Trölli eru stórhuga núna og stefna á að festa kaup á nýjum bíl eftir þrjú ár, á sextugs afmæli sveitarinnar. Sveitirnar eru í mikilli uppsveiflu núna og má því búast við töluverðum fjölda á ferðinni á morgun. Þá er gaman að segja frá því að þetta árið ætlar sveitin að halda suður á bóginn og vera staðsett í kringlunni allan fimmtudaginn, við innganginn hjá Lyfju, að selja kallinn.“

Hafdís segir að björgunarsveitarfélagar hlakki til að banka upp á hjá bæjarbúum á morgun og eins að hitta brottflutta Króksara í höfuðborginni enda ávallt vel tekið á móti félögum í þessari fjáröflun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir