Laus staða prests auglýst í Skagafjarðarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
13.03.2024
kl. 10.45
Biskup Íslands hefur nú óskað eftir presti til þjónustu við Skagafjarðarprestakall, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Umsóknarfrestur er til 1.apríl næstkomandi og miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024.
Það var 1. janúar 2023 sem öll prestaköllin í Skagafirði sameinuðust í Skagafjarðarprestakall og hafa sr. Sigríður Gunnarsdóttir og Halla Rut Stefánsdóttir verið starfandi prestar í prestakallinu en Dalla Þórðardóttir lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Bryndís Svavarsdóttir var ráðin út maí, til að vera þeim stöllum liðsstyrkur.
Engar umsóknir bárust þegar staðan var auglýst á haustdögum og fyrir áhugasama má finna allt um málið inná kirkjan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.