Kótelettukvöld í tilefni Mottumars

Krabbameinsfélag Skagafjarðar býður upp á sætaferð á Kótelettukvöld Krabbameinsfélags Akureyrar. Farið af stað frá Sauðárkróki og komið við í Varmahlíð. Kótelettukvöldið er haldið í tilefni af Motturmars, fimmtudaginn 17. mars. Viðburðurinn byrjar kl. 18.30 á Akureyri, húsið opnar kl. 18.

Boðið verður upp á skemmtiatriði, fræðslu, reynslusögu og happdrætti og verður veislustjórn í höndum sérans og Ljóta hálfvitans Odds Bjarna Þorkelssonar. Happdrættisvinningar eru ekki af verri endanum en sem dæmi má nefna flug fyrir tvo til London frá Niceair, stóran vinning frá Bónstöð Jonna og gjafabréf frá Icelandair hotels og Geosea, ásamt mörgum öðrum vinningum.

„Hvetjum ykkur kæru karlar að mæta og gera ykkur glaðan dag saman. Maður er manns gaman! Skráning í sæti og frekari upplýsingar á skagafjordur@krabb.is. Skráning er til miðnættis miðvikudaginn 16. mars,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélags Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir