Kaffibrennslan Korg í Skagafirði er framúrskarandi verkefni á sviði atvinnu og nýsköpunar árið 2023
Á vef SSNV má sjá að Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hlutu viðurkenninguna fyrir kaffibrennsluna Korg fyrir framleiðslu á kaffi. Uppbygging er hafin á kaffibrennslu á Páfastöðum 2 í Skagafirði en kaffibrennslan Korg hefur það markmið að flytja inn ferskar kaffibaunir í háum gæðum og auka þannig úrval af gæða kaffi á Íslandi, sérstaklega á Norðurlandi vestra.
Með því að rista kaffið vandlega og frekar ljóst eru dregnir fram náttúrulegir og fjölbreyttir bragðtónar í kaffið. Þannig feta þær í fótspor smábrugghúsa með uppbyggingu sem styður við kaffimenningu, nýjungar í framleiðslu, aukið framboð á gæðakaffi ásamt fræðslu og fjölbreyttum námskeiðum sem tengjast kaffi.
Nýjir samfélagsmiðlar hjá kaffibrennslunni Korg þar sem hægt er að fylgjast með framhaldinu hjá þessu metnaðarfulla verkefni.
Facebook HÉR.
Instagram: @kaffikorg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.