Hvað á sameinað sveitarfélag í Skagafirði að heita?

Nú gefst fólki kostur að leggja fram tillögu að heiti á sameinað sveitarfélag Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Rafræn hugmyndasöfnun fer fram á sameiningarsíðunni Skagfirðingar.is þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti.

Hægt er að skoða hvaða tillögur hafa komið fram á síðunni og jafnvel skrifa rök með eða á móti þeim hugmyndum sem fram koma. Nokkrar tillögur hafa þegar poppað upp inni á síðunni þó í grunninn séu þær bara tvær þegar þessi frétt er skrifuð; Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagafjörður.

Fyrirfram hefði mátt gefa sér að allir ættu að geta sammælst um heitið Skagafjörður en þó væri auðvitað pínu gaman að sjá nokkur frumleg eða falleg nöfn bætast í pottinn.

Stefnt er að því að skoðanakönnun um nafn á sveitarfélaginu fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir