Hræringar í veitingabransanum

Nú í dag er nóg að gerast í veitingageiranum á Króknum. Róbert Óttarsson er að selja Sauðárkróksbakarí eftir að hafa séð heimamönnum fyrir bakkelsi í fjölda ára. Hann tók við bakaríinu af föður sínum , Óttari Bjarnasyni, fyrsta september 2006, en Sauðárkróksbakarí hefur verið starfandi frá 1880 og er elsta starfandi fyrirtæki í skagafirði. Róbert hefur að sjálfsögðu ekki bakað þetta allt einn síns liðs en það er einmitt bakari sem hefur verið viðloðin bakaríið í mörg ár sem er að taka við lyklunum af bakaríinu í dag, en það er Snorri Stefánsson. Þegar feykir hafði samband við Snorra og spurði hann hvernig þetta legðist í hann sagði hann „Þetta leggst bara rosalega vel í mig. Spenntur, stressaður og ánægður.“ Spurning hvort allt brauð úr bakaríinu flokkist nú sem Snorrabrauð.

Lemon tilkynnti á Facebook að í dag væri síðasti dagur rekstrar hjá þeim og hvatti fólk til að nýta sér gjafabréf og klippikort í dag. Sögðu þau líka að það væri hægt að fá endurgreitt það sem ekki næðist að nota fyrir þann tíma. Óstaðfest orð götunnar er að Stefán Jónsson og Hasna Boucham hafi selt KS húsið og að þeir vilji fá húsið afhent næsta mánudag.
Orðið á götunni er að Siggi Doddi og Kristín væru að taka við Kaffi krók í dag en þegar Feykir hafði samband við Sigga Dodda sagði hann að þetta væri í ferli og skýrðist líklega í vikulok.

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir