Hornsílaráðstefna við Háskólann á Hólum
Nú stendur yfir alþjóðleg hornsílaráðstefna við Háskólann á Hólum. Ráðstefnan hófst 23. júlí og stendur til 29. júlí.
Hornsíli er um margt merkilegur fiskur. Hann á uppruna sinn í sjó, en hefur endurtekið numið land í fersku vatni og hefur þar þróað mikinn fjölbreytileika, jafnvel þannig að nýjar tegundir hafi myndast. Hornsílið hefur fjölbreytt atferli, sérstaklega um hrygnimgartímann. Rannsóknir á atferli hornsíla lögðu einn grunninn undir atferlisfræði nútímans og fékk Tinbergen nóbelsverðlaun fyrir þær.
Hornsílið er auðvelt að ala í búrum, æxla saman völdum einstaklingum og stunda þannig ýmsar tilraunir. Allt þetta hefur gert hornsílið að svokallaðri módeltegund, sem vísindamenn nota til að spyrja ýmissa spurninga, jafnvel tengdum læknisfræði.
Ráðstefnan er vettvangur vísindamanna til sð kynna nýjustu niðurstöður sínar. Það mæta á hana vísindamenn frá fjölmörgum löndum, um 70 til 80 manns, bæði vestan- og austanhafs. Ráðstefnan er farandráðstefna, sem skipulögð er af grasrótinni. Síðast var hún í Japan, en nú á Íslandi.
Það eru vísindamenn við Háskólann á Hólum sem nú skipullegja hana.
Dagskrá ráðstefnunar má nálgast hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.