Heita vatnið að verða búið á Króknum - ákall til íbúa að spara eins og hægt er
Í morgun þegar blaðamaður staulaðist út var -17 stiga frost úti og samkvæmt veðurspánni átti þetta að verða kaldasti dagurinn. Þegar svona kuldatíðir hafa verið í vetur hafa Skagafjarðaveitur gert allt, í samvinnu viðfyrirtæki og Sveitarfélagið, t.d. með að hætta að hita upp sundlaugar í friðinum, til að halda heitavatnsbirgðunum í sæmilegu standi. Það er nefnilega nokkuð ljóst að íbúar hækka hitann á ofnunum þegar kalt er í veðri. Staðan í morgun var hins vegar ekki góð þegar birgðirnar voru skoðaðar og er nú ákall til íbúa Skagafjarðar að skoða í eigin barm og spara heita vatnið eins og hægt er. Ef notkunin heldur áfram eins og hún hefur verið verður staðan alls ekki góð og líklegt að heita vatnið klárist innan nokkurra klukkutíma.
Skagafjarðarveitur vilja koma á framfæri miklu þakklæti fyrir samvinnuna, sem hefur verið mjög góð, og allir tekið þeim vel þegar þeir erum að brasa í að halda heita vatns birgðunum í góðu lagi fyrir íbúa og fyrirtæki í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.