Heilsugæslan á Sauðárkróki fékk tvær ungbarnavogir frá Marel
Tveir starfsmenn tæknifyrirtækisins Marels, þeir Þórarinn Kristjánsson og Benedikt Bergmann Arason, komu færandi hendi á heilsugæsluna á Sauðárkróki á dögunum og gáfu tvær glæsilegar hátækni - ungbarnavogir frá fyrirtækinu.
Að sögn Önnu Maríu Oddsdóttur, ljósmóður, vildu þeir með gjöfinni þakka fyrir það góða starf sem heilsugæslustöðvar sinna á landsbyggðinni og þeirri góðu og mikilvægu þjónustu sem ungbarnavernd er. „HSN á Sauðárkróki er fyrsta heilsugæslan, samkvæmt þeim, sem fær slíka gjöf og erum við ákaflega þakklát fyrir gjöfina og mun hún nýtast við að vigta yngstu Skagfirðingana,“ segir Anna María.
Allir nýbakaðir foreldrar á Íslandi njóta, ásamt börnum sínum, þjónustu ung- og smábarnaverndar heilsugæsanna og er lögð áhersla á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma. Í öllum ungbarnaskoðunum eru börnin vigtuð og lengdarmæld.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.