Guðbrandur Ægir hlýtur viðurkenningu úr Menningarsjóði KS

Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS afhentir Guðbrandi Ægi viðurkenninguna.MYND GG
Bjarni Maronsson stjórnarformaður KS afhentir Guðbrandi Ægi viðurkenninguna.MYND GG

Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson fékk í gær afhent framlag úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga fyrir mikið og gott starf um árabil, í þágu menningar og lista í Skagafirði. Í viðurkenningarskyni var honum afhent upphæð 500 þúsund krónur, sem þakklætisvott fyrir störf hans í þágu samfélagsins.

Guðbrandur Ægir sagði í stuttu samtali við Feyki það vera „mjög góða tilfinningu að finna fyrir því að tekið sé eftir því sem maður hefur verið að brasa.“

Það er óhætt að segja að Ægir, eins og hann er oftast kallaður, sé „fjöllistamaður“ því hann hefur samið leikrit í fleirtölu, leikstýrt mikið fleirum en hann hefur samið, haldið myndlistasýningar, málað verk á byggingar, staðið fyrir fjölda tónleika sem hann hefur spilað og sungið á svo eitthvað sem nefnt af því sem hann hefur verið að brasa eins og hann komst sjálfur að orði. Feykir óskar honum innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir