Góður dagur hjá Ísponica á Hofsósi
Nú á laugardaginn var haldin opnunarveisla Ísponica í frystihúsinu gamla við Norðurbraut á Hofsósi. Veðrið lék við gesti og gangandi á Hofsósi og meira að segja forvitinn hvalur kíkti í heimsókn – eða þannig. Á staðnum var markaður þar sem hægt var að næla sér í bæði vörur og matarkyns. Boðið var upp á leiki fyrir krakka og tónlistaratriði.
Aðsókn var með ágætum og á Facebook-síðu Ísponica segir að þetta hafi verið fullkominn dagur fyrir opnunarhátíð.
Það er hin bandaríska Amber Monroe sem stendur á bak við Ísponica en í aðstöðu fyrirtækisins á Hofsósi en þar fer fram nýstárleg ræktun sem sam-tvinnar fiskeldi og grænmetisrækt. Amber telur mikil tækifæri fólgin í að búa til vistkerfi fiska og jurta í matvælaframleiðslu.
Hér má sjá fleiri myndir frá opnunarveislunni og fréttir >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.