Fyrirlestur um hámarksheilsu á morgun
feykir.is
Skagafjörður
07.10.2022
kl. 08.57
Á morgun, laugardaginn 8. október, verður haldinn fyrirlestur í Húsi frítímans í boði Heilsueflandi samfélag – Skagafjörður, þar sem Sigurjón Ernir Sturluson, íþróttafræðingur og þjálfari, mun deila reynslu sinni af leit hans að leiðum til að hámarka sína eigin heilsu.
Sigurjón Ernir er eigandi og yfirþjálfari í UltraForm og býr yfir margra ára reynslu styrktar- og úthaldsþjálfunar ásamt því að vera menntaður íþróttafræðingur. Á heimasíðu Ultraform segir að Sigurjón hafi náð langt í hlaupum jafnt sem hinum ýmsu þrekkeppnum.
Fyrirlesturinn er frír og hefst hann klukkan 14.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.