Fjöldi fólks mætti á upplestur í Safnahúsinu
Upplestrarkvöldið Héraðsbókasafns Skagfirðinga var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld og það á sjálfum Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt frétt á fésbókarsíðu safnsins tókst vel til og kvöldið ljómandi skemmtilegt. Frábær mæting var í Safnahúsið á Króknum og bókaþyrstir drukku í sig nærandi upplesturinn.
Rithöfundarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson, Gunnar Helgason, Sigríður Hagalín og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir lásu úr nýútkomnum bókum sínum, Spítalastelpan - Hversdagshetjan Vinsý, Bannað að ljúga, Hamingja þessa heims og Aldrei nema vinnukona. Einnig kynnti Hjalti Pálsson bókina Usla eftir Úlfar Þormóðsson sem Fríða Eyjólfsdóttir las úr.
Hér má sjá fleiri myndir frá viðburðinum >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.