Vígslubiskup kjörinn
Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, hefur verið kjörinn vígslubiskup á Hólum.
Í kynningarbréfi Gísla til kjörs segir hann að „Það dýrmætasta sem kirkjan á er fólkið sem þar starfar með einum eða öðrum hætti. Fólk sem leggur fram krafta sína, yfirleitt í sjálfboðavinnu og stuðlar þannig að öflugu kirkjustarfi um land allt. Kirkjan er mikilvæg í hverju samfélagi og ekki síst í hinum dreifðu byggðum landsins. Það þarf að standa vörð um þá starfsemi og starf vígslubiskups er liður í því. Einnig þarf að sækja fram, ekki hvað síst í barna- og æskulýðsstafi kirkjunnar og efla það sem víðast á landinu.“
Gísli fékk 62% atkvæða en séra Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað fékk 36%.
Kosningu til vígslubiskups á Hólum lauk á hádegi í dag, 28. Júní. Tveir voru í framboði og féllu atkvæði þannig:
Sr. Gísli Gunnarsson fékk 316 atkvæði, eða 62.36% Sr. Þorgrímur Daníelsson fékk 184 atkvæði, eða 36,15%. 9 tóku ekki afstöðu.
Á kjörskrá voru 740 og greiddu 509 atkvæði, eða 68,78%.
Kjörstjórn kirkjunnar hefur staðfest niðurstöðu kosninganna og er Gísli Gunnarsson rétt kjörinn vígslubiskup á Hólum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.