Vígslubiskup kjörinn

Séra Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum
Séra Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum

Gísli Gunn­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Glaum­bæ í Skagaf­irði, hef­ur verið kjör­inn vígslu­bisk­up á Hól­um.
Í kynningarbréfi Gísla til kjörs segir hann að „Það dýrmætasta sem kirkjan á er fólkið sem þar starfar með einum eða öðrum hætti. Fólk sem leggur fram krafta sína, yfirleitt í sjálfboðavinnu og stuðlar þannig að öflugu kirkjustarfi um land allt. Kirkjan er mikilvæg í hverju samfélagi og ekki síst í hinum dreifðu byggðum landsins. Það þarf að standa vörð um þá starfsemi og starf vígslubiskups er liður í því. Einnig þarf að sækja fram, ekki hvað síst í barna- og æskulýðsstafi kirkjunnar og efla það sem víðast á landinu.“
Gísli fékk 62% at­kvæða en séra Þorgrím­ur Daní­els­son á Grenjaðarstað fékk 36%.
Kosn­ingu til vígslu­bisk­ups á Hól­um lauk á há­degi í dag, 28. Júní. Tveir voru í fram­boði og féllu at­kvæði þannig:
Sr. Gísli Gunn­ars­son fékk 316 at­kvæði, eða 62.36% Sr. Þorgrím­ur Daní­els­son fékk 184 at­kvæði, eða 36,15%. 9 tóku ekki af­stöðu.
Á kjör­skrá voru 740 og greiddu 509 at­kvæði, eða 68,78%.
Kjör­stjórn kirkj­unn­ar hef­ur staðfest niður­stöðu kosn­ing­anna og er Gísli Gunn­ars­son rétt kjör­inn vígslu­bisk­up á Hól­um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir