Ekkert „umsátur“ á Króknum en lögreglan þurfti að tryggja allsherjarreglu
Um miðjan dag í dag, 8. febrúar, bárust lögreglunni á Norðurlandi vestra upplýsingar sem gáfu tilefni til að lögregla greip til aðgerða á Sauðárkróki til að tryggja allsherjarreglu, eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins, en við þær aðgerðir naut það aðstoðar embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
„Aðgerðum lögreglu er lokið. Enginn var handtekinn vegna málsins og ekki er grunur um ætlaða refsiverða háttsemi. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki var um „umsátur“ að ræða og harmar embættið slíkan fréttaflutning. Lögreglan á Norðurlandi vestra mun ekki upplýsa frekar um málið vegna eðlis þess og viðkvæmni,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Í kvöldfréttum RÚV var sagt að umsátur lögreglu hefði átt sé stað á Sauðárkróki og að nokkrir lögreglubílar hefðu verið á vettvangi við íbúagötu í bænum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.