Borðspil - King of Tokyo
King of Tokyo er tveggja til sex mann spil þar sem leikmenn eru skrímsli sem ráðast á Tokyo-borg og berjast við önnur skrímsli. Þetta gera leikmenn með því að kasta teningum og reyna að fá viðeigandi tákn og tölur í sem mestu mæli.
Hver leikur tekur um það bil 30 mínútur og er ætlaður fyrir átta ára og eldri, ekki er þess vegna hægt að segja annað en að hérna sé á ferðinni frábært fjölskylduspil sem er upplagt í bústaðarferðina.
Hannað af Richard Garfield og myndskreytt af Gabriel Butik, Romain Gaschet, Paul Mafayon, Igor Polouchine, Benjamin Raynal, Jean-Baptiste Reynaud, Jonathan Silvestre, Régis Torres og Anthony Wolff. King of Tokyo kom út árið 2011 og hefur notið mikilla vinsælda síðan ásamt hinum ýmsu aukapökkum sem hafa komið út fyrir þetta spil.
Spilið spilast þannig að hver leikmaður velur sér skrímsli til að spila, sem í grunnútgáfunni af spilinu eru alveg eins fyrir utan útlit. Í aukapökkum er hægt að finna útgáfur af skrímslum sem eru með auka eiginleika en við ætlum að halda okkur við grunnútgáfuna hér.
Þegar það er búið er kastað uppá hver byrjar, það er gert með sérstökum teningum sem fylgja með spilinu, og sá sem fær upp flestar klær byrjar. Á teningunum er hægt að fá 1, 2, 3, kló, hjarta og eldingu.
Hver leikmaður kastar svo teningunum til á ákveða hvað hann ætlar að gera í sinni umferð. Í hverri umferð má leikmaður kasta teningunum þrisvar og halda eftir eins mörgum teningum og hann vill. Klær gefa öðrum skrímslum skaða sem ekki eru á sama stað og þú, það er bara hægt að vera annað hvort inni í Tokyo eða fyrir utan, leikmaður er fyrir utan Tokyo gefur hann skrímslum sem eru inni í borginni skaða og öfugt. Hjörtu lækna Heilsustig sem leikmaður missir þegar önnur skrímsli gera árás á hann. Eldingar gefa leikmönnum svokallaða orkukubba sem hægt er að nota til að kaupa spil sem geta gefið skrímslinu þess leikmanns sérstaka hæfileika eða gefið leikmanni færi á að gera eitthvað strax og spilið er keypt. Tölurnar einn til þrír virka þannig að ef leikmenn eru með þrjá eins af þessum tölum eftir þriðja kast á teningunum fær leikmaður það mörg stig og svo eitt auka stig fyrir hvern tening sem sýnir sömu tölu umfram þrjá, til dæmis ef leikmaður fær þrjá tvista fær hann tvö stig en ef hann fær fjóra tvista fær hann þrjú stig.
það eru alltaf þrjú spil í boði fyrir leikmenn til að kaupa fyrir orkukubba, en hægt er að borga tvo orkukubba til að fá þrjú ný spil og setja þau sem fyrir voru í ruslbunka.
Sá vinnur sem fyrstur fær tíu stig eða er seinasta skrímslið á lífi, því ef skrímsli missir öll heilsustig deyr það og sá leikmaður er úr leik.
Leikmenn: 2-6
Ætlað fyrir: 8 ára og eldri
Hönnuður: Richard Garfield
Útgefandi: IELLO
Útgáfuár: 2011
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.