Blankiflúr keppir um Sykurmolann
Sykurmolinn kallast lagakeppni sem fram fer á útvarpsstöðinni X977 en þar fá óþekktir tónlistarmenn tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma sér á framfæri. Keppt er bæði í kvenna- og karlaflokki og að þessu sinni á einn Króksari lag í keppninni. Það er Inga Birna Friðjónsdóttir, sem kallar sig Blankiflúr, en hún er með lagið Modular Heart í keppninni ásamt samstarfsmanni sínum, Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem kallar sig Jerald Copp.
í frétt á Vísi.is segir: „Tónlist Blankiflúr mætti flokka sem tilraunakennt rafpopp og í laginu kafar hún inn í þá óvissu sem undirmeðvitundin er.“
Eins og Feykir hefur áður sagt frá þá gaf Blankiflúr út sólópliötuuna Hypnopompic 2021 sem var heilsteypt og metnaðarfullt verk og er stefnan að gefa út EP plötu í ár. Blankiflúr hélt frábæra útgáfutónleika í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki fyrir jólin 2021.
Átta lög komust í úrslit Sykurmolans og verða þau í reglulegri spilun á X977 út janúarmánuð en í byrjun febrúar fer fram kosning á Vísi.is sem mun hafa áhrif á hvaða listafólk vinnur til verðlauna.
Hlekkur á frétt Vísis.is og á myndband með Modular Heart >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.