Björgunarbíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð á Seyðisfjörð

Við afhendingu björgunarsveitarbílsins í gær. Mynd af FB.
Við afhendingu björgunarsveitarbílsins í gær. Mynd af FB.

„Það bættist í tækjaflota Ísólfs í kvöld en við keyptum notaðan björgunarsveitarbíl af Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð með öllum helsta búnaði kláran í útköll en hann mun leysa Unimog af þar til hann kemur aftur sem verður ekki á næstu mánuðum,“ segir í færslu Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði á Facebook-síðu sinni.

Ennfremur segir í frétt sveitarinnar að með kaupunum sé verið að tryggja öryggi björgunarsveitarmanna og skjólstæðinga þeirra í útköllum þar sem oft á tíðum sé ekkert vit í því að vera einbíla á Fjarðarheiðinni og þá sérstaklega ef kemur til sjúkraflutninga í björgunarsveitarbíl. „Megi þessi vagn reynast okkur og ykkur vel, til hamingju við öll.“

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð póstar frétt félaga sinna á sinni Facebook-síðu og segir þar að bíllinn hafi reynst þeim vel síðasta áratuginn og muni vonandi reynast félögum þeirra í Ísólfi vel um ókomna tíð. Samkvæmt heimildum Feykis stendur til að endurnýja bílakostinn í Varmahlíð og kaupa stærri og fullkomnari bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir