Bílvelta í Víðidal og lögreglan varar við hálku
Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir að í morgun varð bílvelta á Norðurlandsvegi, við Lækjamót í Víðdal. Tveir voru í bifreiðinni og vitað er að annar aðilanna er alvarlega slasaður. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll komu á vettvang ásamt lögreglu og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út til að flytja aðilana á Landspítalann við Fossvog til frekari aðhlynningar.
Lögreglan á Norðurlandi vestra vill koma því til ökumanna sem eru á ferðinni að fara varlega í umferðinni þar sem hálka er á flestum, ef ekki öllum, vegum í umdæminu.
UPPFÆRT
Mbl.is greinir frá því að um var að ræða tvo tiltölulega unga Íslendinga og hvorugur þeirra er lífshættulega slasaður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.