Árið hefst á nýju lagi með Gillon

Gillon á góðum degi með eitt af heimsins bestu köffum... MYND AF NETINU
Gillon á góðum degi með eitt af heimsins bestu köffum... MYND AF NETINU

Sumar hugmyndir taka lengri tíma í að gerjast en aðrar. Það má til sanns vegar færa þegar skoðuð er sagan um lagið Seppe Jensen, sem Gillon, aka Gísli Þór Ólafsson, sendi frá sér nú á afmælisdaginn sinn, þann 1. janúar. Það á nefnilega rætur að rekja til dönskuverkefnis sem Gísli og félagar unnu í Fjölbraut á Króknum fyrir 25 árum.

Í frétt á Trölla.is kemur fram að Gísli sé höfundur lags en hann setti saman textann í félagi við Frey Rögnvaldsson og Ólaf Heiðar Harðarson. Hugmydnin með Seppa og Stellu vinkonu hans mun hafa þróast út í söngleikjahugmynd sem enn hefur ekki vaxið úr grasi. Gísli tjáði Feyki að hann sé að vinna með hugmyndina og stefni á að klára söngleikinn þegar fram líða stundir.

Þar sem Gillon hefur sent frá sér lag í tilefni af afmælisdegi sínum þann 1. janúar síðustu tvö árin þá ákvað hann að halda þessum góða sið áfram og skellti sér því í stúdíó með Seppa Jensen og fóru upptökur fram í Stúdíó Benmen þar sem upptökustjórn var í öruggum höndum Sigfúsar Arnar Benediktssonar eða bara Fúsa Ben.

Hvort Seppe Jensen sé upphafið að seinni bylgju íslensku útrásarinnar skal ósagt látið en þeir sem vilja kynna sér kappann geta hlýtt á þetta grípandi lag á YouTube eða bara á Spottanum >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir