Árhólarétt á Höfðaströnd fékk veglega andlitslyftingu
feykir.is
Skagafjörður
16.09.2022
kl. 08.06
Í sumar hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Árhólarétt í landi Ljótsstaða á Höfðaströnd, en þar er réttað fé úr Unadalsafrétt. Réttin var byggð árið 1957 og leysti af hólmi grjóthlaðna rétt á Spánáreyrum í Unadal, sem byggð var árið 1900.
Í frétt á vef Skagafjarðar segir að Árhólarétt hafi látið mikið á sjá og steypa þurfti upp hluta hennar og endurnýja allar hliðgrindur í dilkum. Þá var réttarhlaðið malborið og vegurinn að réttinni lagfærður.
Viðgerðirnar á réttinni annaðist Fjómundur Traustason frá Ljótsstöðum en um málningarvinnu sá Erling Sigurðsson á Hugljótsstöðum, fjallskilastjóri í Unadal.
Á Skagafjörður.is má skoða myndband sem sýnir glansandi fína Árhólarétt >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.