Fjallagrös til lækninga og matar

Íslendingar hafa notað fjallagrös til matargerðar og lækninga frá landsnámsöld. Grösin eru holl og jafnframt næringarík, auðug af steinefnum járni kalsíum og trefjaefnum. Fjallagrasate þykir afbragðs meðal við kvefi og spurning um að byrgja sig upp fyrir komandi vetur.  Feykir tók saman upplýsingar um Fjallagrös.

 
Til lækninga hafa fjallagrös einkum verið notuð gegn kvillum í öndunarvegi s.s. kvefi, lungnakvefi, asma og berklum. Kvillum í meltingarfærum s.s. meltingatruflunum, magabólgum, hægðatregðu og sem lystaukandi meðal. Auk þess að vera notuð útvortis sem bakstrar á exem, þurra húð og á sár sem gróa illa.
Lítið mál er að týna grösin úti í náttúrunni og síðan þarf að hreinsa þau og að lokum þurka.

 

Matargerð

Dæmi um hefðbundna matargerð úr fjallagrösum.

Vatnsgrautur
Fjallagrös bleytt og skorin með sérstökum bognum hnífi
Heitu vatni helt yfir
Hveiti eða hrísgrjónum bætt út í.
Soðið
Borðað með mjólk

Fjallagrasamjólk
Heil fjallagrös soðin í mjólk
Borðað eins og súpa.

Fjallagrös í brauð og slátur
Fjallagrös notuð til að drýgja hveiti í brauð og sláturgerð, einkum á harðindatímum.

Fjallagrasate
Fjallagrös soðin í vatni. Grösin síuð frá og vökvinn notaður til drykkjar.
Þessi drykkur var talinn mjög heilsusamlegur og var mikið notaður við kvillum í öndunarvegi s.s. kvefi, lungnakvefi, asma og berklum. Kvillum í meltingarfærum s.s. meltingatruflunum, magabólgum, hægðatregðu og sem lystaukandi meðal.
Fjallagrös á húð

Fjallagrös bleytt og lögð sem bakstrar á þurra húð, exem og sár sem gréru illa.
Fjallagrasate     

2 tsk fjallagrös

2-3 dl vatn

Hunang, sítróna

Hellið sjóðandi vatni yfir grösin, látið standa undir loki í 10 mínútur. Bragðbætið með hunangi eða sítrónu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir