Vinsæl lög frá síðustu öld

Hluti af hópnum sem stendur fyrir tónleikunum. Mynd: KSE
Hluti af hópnum sem stendur fyrir tónleikunum. Mynd: KSE

Hljómsveitin Demó, ásamt fjölda söngvara, heldur tvenna tónleika í Félagsheimilinu á Blönduósi milli jóla- og nýárs. Á efnisskránni eru vinsæl lög frá síðustu öld, eins og segir í auglýsingu. Tónleikarnir verða 26. og 27. desember og hefjast báðir klukkan 20:30.

Hljómsveitina skipa Haukur Ásgeirsson á gítar, Fannar Viggósson á bassagítar, Guðmundur Karl Ellertsson söngvari, Benedikt Blöndal á hljómborð og dragspil, Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson á trommur, Stefán Þórarinn Ólafsson á gítar og munnhörpu og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson á gítar og slagverk.

Söngvararnir sem fram koma eru Nína Hallgrímsdóttir, Helga Dögg Jónsdóttir, Sara Rut Fannarsdóttir, Stefán Þórarinn Ólafsson, Guðmundur Karl Ellertsson og Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson.

Guðráður Jónsson hefur umsjón með hljóðblöndun. Húsið opnar klukkan 19:30 en tónleikarnir hefjast sem fyrr segir klukkan 20:30. Aðgangseyrir er krónur 2.000. Forsala verður á Þorlaksmessu frá 16:00-19:00 í anddyri Félagsheimilisins. Í tilkynningu frá Hafa gaman ehf. segir að barinn verði einungis opinn fyrra kvöldið, 26. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir