Tekið til á Hvammstanga
Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra er sagt frá því að fyrsti sameiginlegi Umhverfisdagur leik-, grunn- og tónlistarskóla var haldinn sl. miðvikudag. Áherslur þessa fyrsta dags var hreinsun á Hvammstanga og má með sanni segja að það hafi gengið vonum framar því á um klukkustund tókst nemendum og starfsfólki að plokka saman 50 kíló af rusli.
„Sveinn húsvörður sá um að fara með ruslið í Hirðu sem var með auka opnun fyrir íbúa vegna dagsins. Nytjamarkaðurinn var einnig með opið, bæði í verslun og að taka á móti vörum frá íbúum,“ segir í fréttinni en eftir að nemendur höfðu lokið við að plokka héldu mið- og unglingastig til málstofa þar sem rætt var hvað mætti betur fara í sveitarfélaginu þegar kemur að hreinsun og sorphirðu sem og hvað þeim finnst þurfa að hlúa betur að fyrir unglinga.
„Við erum ánægð með samstarfið og hlökkum til Umhverfisdagsins í vor og munum leggja okkar að mörkum til þess að sem flestir taki þátt með okkur,“ segir í lok fréttar en hægt er að skoða slöttung af mynum frá Umhverfisdeginum á heimasíðu skólans, >
https://grunnskoli.hunathing.is/is/moya/gallery/index/index/_/umhverfisdagur-ad-hausti-2023
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.