Sveinkar skottuðust um skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
15.12.2021
kl. 09.00
Jólasveinarnir uppstilltir en úfnir í húsakynnum sveitarfélagsins. Olli Alexöndru (neðst til hægri) með allt undir kontról. MYND: SKAGASTROND.IS
Það er bullandi vertíð hjá jólasveinunum eins og lög og reglur gera ráð fyrir á þessum árstíma. Þeir kappar mættu eldhressir á skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd í gærmorgun. „Þeir eru nú þekktir fyrir að vera hinir mestu ólátabelgir og skottuðust þeir hér um húsið og heilsuðu upp á verktakana sem að vinna hörðum höndum að endurbótum á Túnbrautinni,“ segir í frétt á vef Skagastrandar.
Eftir heimsókn á skrifstofuna mun leið þeirra hafa legið um bæinn þar sem „...þeir glöddu í það minnsta flest börn sem urðu á vegi þeirra, þó að einhver hafi nú verið smeyk við lætin í þeim og ófrýnilega ásýnd!“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.