Ólöf á Tannstaðabakka lætur ekki deigan síga

Sr. Magnús Magnússon, Ólöf og Elísa Ýr Sverrisdóttir. MYND: HÚNAÞING.IS
Sr. Magnús Magnússon, Ólöf og Elísa Ýr Sverrisdóttir. MYND: HÚNAÞING.IS

Stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fékk góðan gest í heimsókn í morgun þegar Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka mætti og færði sjóðnum kr. 700.000 að gjöf. Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.

Í frétt á vef Húnaþings vestra segir að styrktarfjárhæð Ólafar til Velferðarsjóðsins sé, rétt eins og undanfarin fimm ár, afrakstur sölu umliðins árs og hefur Ólöf styrkt sjóðinn mjög myndarlega síðastliðin ár eða um kr. 2.700.000 á fimm árum.

„Stjórn Velferðarsjóðs er bæði hrærð og glöð yfir þessu göfuga framtaki Ólafar og þakklát fyrir þann fallega hug sem býr að baki,“ segir í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir