Frændgarður fær andlitslyftingu

Snillingar að störfum. MYND VESTURFARASETRIÐ
Snillingar að störfum. MYND VESTURFARASETRIÐ

Frændgarður sem er eitt af þremur húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi fékk á dögunum andlitslyftingu. Málningavinnan tók ótrúlega stuttan tíma en að sögn Guðrúnar Þorvaldsdóttur hjá Versturfarasetrinu var húsið sprautað. Snillingarnir sem unnu verkið voru þeir Erling Sigurðsson málari og Fjólmundur Traustason, sem stjórnaði bíllnum, en mikið af verkinu var unnið úr körfu á vörubíl því þökin eru mjög brött.

Í Frændgarði er hægt að skoða ljósmyndasýningu og á efri hæð hússins eru skrifstofur og bókasafn og í endanum er íbúð sem leigð er út.

Í tíunda bindi Byggaðsögu Skagafjarðar segir: „ Árið 1999 hófst bygging húsasamstæðunnar Frændgarðs og við hönnunina var stuðst við útlit hinna gömlu verslunarhúsa á staðnum... Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnsett í þeim tilgangi að heiðra minningu íslensku vesturfaranna, efla fræðslu um þá og auka á samskipti Íslendinga og fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir