Vortónleikar Kórs eldri borgara

Kór eldri borgara hélt vortónleika í Nestúni á Hvammstanga laugardaginn 26. apríl sl. Kórinn hefur verið starfræktur í nokkur ár og er aldursforseti kórsins níræður.

Að tónleikum loknum afhenti kórinn svo Ólafi E. Rúnarssyni stjórnanda kórsins, og Elínborgu Sigurgeirsdóttur sem sá um undirleik, blómvendi fyrir vel unnin störf með kórnum.

Á vef Norðanáttar er sagt frá því að mætingin á tónleikana hafi verið fín og kaffinefnd á vegum Félags eldri borgara hafi séð um kaffiveitingar í hléi.

Ljósm./Agnes Magnúsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir