Staldrað við í Staðarbjargavík
Nú í vikunni var fundað um hugmyndir að hönnun á aðgengi að Staðarbjargavík sem er staðsett í fjörunni við Hofsós. Í Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.
Róbert Daníel Jónsson var á ferð í Skagafirði nú í vikunni með ljósmyndagræjurnar með sér og hann staldraði meðal annars við í Staðarbjargavík í félagi við dóttur sína, Ísól Kötlu. „Þetta er gríðarfallegt stuðlaberg vægast sagt,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni og birtir þar nokkrar prýðismyndir sem hann gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.