Örtröð á Kaupfélagsplaninu

Mikil örtröð skapaðist í Kaupfélaginu í Varmahlíð á meðan Öxnadalsheiðin var lokuð í þrjá daga í síðustu viku. Að sögn Marínós H. Þórissonar var örtröðin slík að ekki gátu fleiri komist inn á kaupfélagsplanið nema gangandi.

Á laugardaginn voru á tímabili  17 flutningabílar með tengivagna á planinu, fjórar rútur, einn strætó og þó nokkuð af fólksbílum og jeppum. „Og vel á annað hundrað manns því rúturnar voru fullar af skólafólki sem var á leið til Akureyrar en komst ekki vegna ófærðar á Öxnadalsheiði,“ sagði Marínó.

Marínó festi umferðaröngþveitið á filmu og sendi Feyki til birtingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir