Kollóttur hrútur frá Syðri-Reykjum hrútur sýningarinnar á Bergstöðum - Myndasyrpa

Lambhrúta og gimbrasýning var haldin í Miðfjarðarhólfi föstud. 12.okt. að Bergsstöðum í Miðfirði. Keppt var í þremur flokkum lambhrúta, hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, ásamt tveimur hópum gimbra, mislitar gimbrar, sem voru verðlaunaðar eftir átaki og skrautgimbrar en þá var einungis horft til litar eða sérstöðu. Elín Skúladóttir á Bergsstöðum segir að ekki hafi verið stigað á staðnum, heldur látið dagsformið ráða.

Úrslit urðu þessi:

Hvítir hyrndir hrútar, 20 hrútar skráðir til leiks
1 sæti nr. 41. frá Bergsstöðum, faðir 14-144 Víðir
2 sæti nr. 375 frá Urriðaá, faðir 17-011 Dracula
3 sæti nr. 134 frá Urriðaá, faðir 16-994 Durtur

Kollóttir hrútar
1 sæti nr. 6 frá Syðri-Reykjum, faðir 16-007, sem var jafnframt hrútur sýningarinnar.
2 sæti nr. 1374 frá Mýrum 2, faðir 17-673 Járnbiti
3 sæti nr. 330 frá Efri-Fitjum, faðir 17-672 Hreinn

Mislitir hrútar
1 sæti nr. 990 frá Þóroddsstöðum, faðir 17-051
2 sæti nr. 34 frá Efri-Fitjum, faðir 13-985 Lási
3 sæti nr. 25 frá Bergsstöðum, faðir 13-985 Lási

Mislitar gimbrar
1 sæti nr. 636  frá Urriðaá, faðir 16-015 Bassi       
2 sæti nr. 655 frá Bergsstöðum, faðir 14-144 Unaðsbolti
3 sæti nr.  288  Urriðaá, faðir 16-011 Klaki

Skrautgimbrar
1 sæti nr. 1385 frá Efri-Fitjum undan 17-662 Gustur
2 sæti nr. 318 frá Bergsstöðum undan 17-305 Undri
3 sæti nr. 836 frá Efri-Fitjum undan 15-674 Tindur

Meðfylgjandi myndir tók Anna Schevig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir