Jafntefli á Sauðárkróksvelli í gær

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti HK/Víking á Sauðárkróksvelli í gær. Mikil barátta var í leiknum og á 34. mínútu skoraði Karen Sturludóttir fyrsta markið í leiknum fyrir HK/Víking. Staðan í hálfleik 0-1.

Stólastúlkur komu sterkari inn í seinni hálfleikinn og á 59. mínútu jafnaði Guðrún Jenný Ágústsdóttir stöðuna  í leiknum. Lokatölur 1-1.

Tindastóll er í 4. sæti riðilsins með 9 stig eftir 6 leiki. HK/Víkingur er í 2. sæti riðilsins með 13 stig eftir 6 leiki.

Næsti leikur hjá Stólastúlkum er fimmtudaginn 26. júní á Grindavíkurvelli, en þá mæta stelpurnar liði Grindavíkur kl. 19:15.

Dregið var úr happdrættinu í hálfleik og má sjá vinningshafana hér:

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir