„Garún Icelandic Stout“ kosinn besti bjórinn
Bjórhátíðin á Hólum var haldinn laugardaginn 7. júní síðastliðinn. Um 110 gestir mættu á hátíðina sem þýðir eiginlega að það hafi verið uppselt að sögn Brodda Reyrs Hansen, einum af skipuleggjendum hátíðarinnar.
Boðið var uppá grillaðar heimagerðar bratwurst/currywurst pyslur og rifið hægeldað svín (e. pulled pork), auk nýbakaðra saltkringla (þ. bretzel). Keppt var í kútaralli (þ. fassbierrollen) og voru vegleg verðlaun samsett af bjórum frá Founders, Mikkeller, To-Öl og BrewDog, allt gefið af Járn og Gler sem sérhæfir sig í innflutningi á eðalbjór.
Þátttakendur gátu kosið um besta bjór hátíðarinnar og í þetta sinn vann bjórinn „Garún Icelandic Stout“ frá Borg brugghúsi, í öðru sæti var „Ship-o-hoj“ frá brúgghúsinu í Ölvisholti, Víking-Einstjök fékk þriðju verðlaun fyrir „Arctic-Berry-Ale“, einnig fékk Víking-Einstök verðlaun fyrir besta básinn. Að sögn Brodda skemmtu allir þáttkendur sér mjög vel bæði úti og inni enda var veður með eindæmum gott.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.