Gaman saman á Vinadeginum

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær en þá voru öll grunnskólabörn í Skagafirði, ásamt skólahópum leikskólanna, samankomin á svokölluðum Vinadegi til að skemmta sér saman með söng, leik og dansi.

Á Vinadeginum fluttu m.a. nemendur í Varmahlíðarskóla vinasöng, nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna stýrðu leikjum og nemendur úr Árskóla sýndu vinadans og buðu öllum út á dansgólfið. Loks ætlaði þakið að rifna af húsinu þegar strákarnir úr hljómsveitinni Úlfur úlfur bundu lokahnútinn á dagskránna.

Vinadagurinn er haldinn í tengslum við vinaverkefnið í Skagafirði en það hefur hlotið mikla athygli og hlaut m.a. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, á síðasta ári. Höfuðmarkmið verkefnisins er að ekkert barn í Skagafirði upplifi vinalausa æsku.

Hér eru nokkrar myndir frá Vinadeginum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir