UMSS óskar eftir upplýsingum um félagsstörf, tómstundir og íþróttir í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.06.2021
kl. 13.40
Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er að vinna að nýju verkefni sem á að auðvelda íbúum Skagafjarðar að kynna sér hvaða félagsstörf, tómstundir og íþróttir eru í boði í Skagafirði fyrir allan aldur.
UMSS vill auðvelda íbúum að finna þessar upplýsingar á einum stað, og fyrirhugað er að upplýsingarnar verði birtar á vefnum og/eða prentaðri útgáfu haustið 2021.
“Við myndum vera þakklát ef þið getið auðveldað leit okkar og sagt okkur um starfsemi og frístund sem eru innan Skagafjarðar á ykkar vegum,” segir í tilkynningu frá UMSS.
Hægt er að senda netpóst um starfsemina á umss@umss.is.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.