U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Mynd tekin af KKI.IS
Mynd tekin af KKI.IS

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.

Atkvæðamestur í þessum leik var Almar Orri Atlason sem setti niður 16 stig tók 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá var Elías Bjarki Pálsson með 11 stig og 14 fráköst, Tómas Valur Þrastarson setti niður 14 stig og tók 8 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson var með 14 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og Ágúst Goði Kjartansson var með 13 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingum. Okkar maður Reynir Bjarkan fékk að þessu sinni 2.5 mínútu á vellinum og reyndi við einn þrist sem vildi ekki í gegnum hringinn, vonandi ratar hann réttu leið í næst.

Dagskrá U20 karla á NM : (ísl. tímar)

26. júní kl.15:00 ÍSLAND-Eistland - 84 - 72
27. júní kl.17:15 Svíþjóð-ÍSLAND - 78 - 82
29. júní kl.14:00 Danmörk-ÍSLAND
30. júní kl.11:15 ÍSLAND-Finnland

Áfram Reynir, Almar og Ísland:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir