Styrmir á verðlaunahátíð FIFA í Zürich
Króksarinn Styrmir Gíslason er nú staddur, í Zürich í Sviss þar sem verðlaunahátíð FIFA fer fram seinna í dag ásamt Benna Bongó trumbuslagara Tólfunnar svokölluðu en Styrmir er einn af stofnendum hennar sem gerði garðinn frægan á Evrópumótinu í sumar. Tólfan fór fyrir íslensku stuðningsmönnunum sem fjölmenntu á leiki Íslands og fengu hvarvetna lof fyrir framkomu sína og uppskáru fyrir vikið tilnefningu sem bestu stuðningsmenn knattspyrnuliða Evrópu.
Auk okkar mannanna eru stuðningsmenn Borussia Dortmund, Liverpool og hollenska liðsins ADO Den Haag, einnig tilnefndir. „Við erum hérna í stjörnufans og erum trítaðir eins og kóngar,“ sagði Styrmir þegar Feykir náði áhonum fyrir stundu. Aðspurður segir hann að fólk hrósi þeim fyrir framlag sitt og ræði það mikið. „Puyol er mikill aðdáandi,“ segir Styrmir og hlær og á þá við Carles Puyol leikmann Barcelona en mikill stjörnufans er staddur í borginni í tilefni hátíðahaldanna.
Bein útsending verður frá viðburðinum á RÚV klukkan 17:30 í dag og er alveg upplagt að fylgjast með ef Íslendingar fá þessi skemmtilegu verðlaun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.