Úrslitin voru sætari á leik Íslands og Portúgals
Guðjón Loftsson og Ingibjörg Jónsdóttir frá Hvammstanga voru stödd fyrstu tveimur leikjum Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, þ.e. gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þau segja leikinn á móti Ungverjalandi hafi verið skemmtilegur þó svo að úrslitin hafi verið svekkelsi. „Leikurinn á móti Portúgal skemmtilegri þar sem að stemningin var betri sem og úrslitin sætari. Leikvangurinn var auk þess minni og var maður því í meiri nánd við leikinn,“ sagði Guðjón í samtali við Feyki.
„Maður bjóst alveg eins við sigri í leiknum og þeir voru svo nálægt því, þannig að svekkelsið var mikið undir lok leiksins,“ bætti hann við.
Guðjón segir markið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar sé eftirminnilegast. „Ótengt sjálfum leiknum þá var háttsemi áhorfendanna hjá Ungverjum líka eftirminnilegt, enda voru verðirnir þeirra megin margfalt fleiri en hjá okkur Íslendingum. Það er erfitt að taka einhvern einn úr sem mann leiksins, þeir gáfu allir allt sitt í þetta. Við fórum líka á leikinn á móti Portúgal en þann síðasta og magnaðasta í riðlakeppninni [á móti Austurríki] var horft á heima.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.