Samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla tryggt

Lið Kormáks/Hvatar að sigurleik loknum í haust. MYND: LEE ANN
Lið Kormáks/Hvatar að sigurleik loknum í haust. MYND: LEE ANN

Fulltrúar frá Ungmennafélaginu Kormáki og frá Ungmennafélaginu Hvöt funduðu í gærkvöldi um þá stöðu sem sameiginlegt meistaraflokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir sagði frá því fyrir helgi að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna.

Í framhaldi af bollaleggingum gærkvöldsins var skrifað undir samstarfssamning um rekstrarfyrirkomulag fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu fyrir keppnistímabilið 2022 og því ljóst að Kormákur/Hvöt mun leika í 3. deild næsta keppnistímabil.

Tengdar fréttir:
Húrra! Lið Kormáks/Hvatar tryggði sér sæti í 3. deild
Meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hefur verið leyst upp
Segir félögin ekki hafa náð saman um rekstrarfyrirkomulag Kormáks/Hvatar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir