Samningur Óskars Smára ekki endurnýjaður
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að endurnýja ekki samning við Óskar Smára Haraldsson, hinn helminginn í þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls, en í gær var tilkynnt að Guðni Þór Einarsson væri fluttur suður og myndi ekki þjálfa liðið áfram. Það er því ljóst að það verður nýr þjálfari í brúnni næsta sumar þegar Stólastúlkur stíga dansinn í Lengjudeildinni.
Knattspyrnudeild Tindastóls þakkar Óskari Smára kærlega fyrir samstarfið í sumar og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Óskar Smári tók við af Jóni Stefáni Jónssyni sem þjálfari með Guðna Þór í ársbyrjun og saman fóru þeir félagar sumarrúntinn með Stólastúlkum í efstu deild kvenna – lítið spor í knattspyrnusögu landans en stórt skref í sögu Tindastóls! Frammistaðan var með ágætum en fall engu að síður staðreynd.
Viðtal við Óskar Smára birtist á Feykir.is á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.