Reynt verður að reisa nýja áhorfendastúku fyrir leik helgarinnar
Loksins hyllir undir það að áhorfendastúka verði reist við gervigrasvöllinn á Sauðárkróki þar sem hún var afgreidd úr tolli fyrr í dag. Nokkuð er síðan undirbúningsvinnu við jarðveg og undirstöður lauk en töf varð á afhendingu vegna framleiðslugalla sem kom í ljós áður en hún var send til Íslands.
Að sögn Þorvaldar Gröndals, forstöðumanns íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Sagafirði, er von á stúkunni í seinasta lagi á morgun og verður allt kapp lagt á að hún verði risin fyrir leik Tindastóls og Vals á laugardaginn í Pepsí Max deild kvenna. Stúkan mun taka 315 áhorfendur í sæti.
Auk uppsetningu stúkunnar verður ljósamastur við völlinn flutt norður fyrir hana og nýjar gönguleiðir lagðar að stúkunni, frá núverandi göngustíg á íþróttasvæði. Heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmar 23 milljónir króna og hefur verið greint frá því áður að Fisk Seafood muni koma að fjármögnuninni með myndarlegum hætti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.