Opið á skíðasvæðinu í Stólnum

Frá skíðasvæði Tindastóls. MYND AF FACEBOOK
Frá skíðasvæði Tindastóls. MYND AF FACEBOOK

Þrátt fyrir yfirstandandi hitabylgju og snjóleysi í byggð þá er nægur snjór á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Opið er frá 15-20 í dag og veðrið ku vera gott og færi fínt. Neðri lyftan er opin og sömuleiðis Töfrateppið og göngubrautin.

Veðurspáin fyrir morgundaginn (laugardag) er hagstæð og stefnir því toppdag í Tindastólnum. Reiknað er með stilltu veðri og hita um frostmark.

Vel hefur gengið að halda skíðasvæðinu í Stólnum opnu síðustu vikur, sem og síðasta vetur, og vekur svæðið meiri og meiri athygli. Í nýlegu innslagi í fréttum Sjónvarps var spjallað við Sigurð Hauksson umsjónarmann svæðisins þar sem hann segir frá svæðinu og skíðahótelinu sem tekið var í notkun fyrr á árinu. Hægt er að kíkja á fréttina hér >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir